Fara beint í efnið

2. október 2024

Gjöf frá Kvennfélagasambandi Íslands til kvenna á landinu

Þann 26 september komu fulltrúar Kvennfélagasambandi Ísland til okkar til að afhenda hugbúnað sem er kallaður Milou. Þetta kerfi hjálpar okkur, sem sinnum þunguðum konum, að túlka hjartsláttarritin ásamt því að vista þau á rafrænan hátt.

461593740 1239928167149689 2498373556738546705 n

Þessi afhending er fyrsti áfangi í verkefni sem fór af stað árið 2020 í tilefni af 90 ára afmæli Kvennfélagasambandi Íslands. Innleiðingu á verkefninu var stýrt af starfshóp og var samstarf nokkurra stofnana og aðila: Kvenfélagasambands Íslands, Landspítala, embættis landlæknis, Félags ljósmæðra og fæðingarstaða á landsbyggðinni. Ákveðið var að velja Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi (HVE) sem tilraunastað fyrir verkefnið og þar kláraðist innleiðing og opnað var á kerfið 13. júní 2024. Allir fæðingastaðir landsins eru núna tilbúnir að taka við tengingum við Landspítalann. Kvennadeild LSH hefur notað þennan hugbúnað í nokkur ár.

Erum við mjög þakklát fyrir þessa gjöf, einnig erum við mjög þakklát öllu starfsfólkinu sem kom að vinnu við að setja þetta kerfi upp má þar nefna tæknifólkið bæði sem starfa á HVE og á LSH.