Fara beint í efnið

22. nóvember 2024

Gjaldtaka vegna fiskeldis í sjó árið 2025

Fiskistofa hefur reiknað út gjald vegna fiskeldis í sjó fyrir árið 2025.

fiskistofa-logo-gagnasidur

Fiskistofa leggur gjaldið á tvisvar sinnum á ári, 15. ágúst vegna tímabilsins 1. janúar til 30. júní og 15. febrúar vegna tímabilsiins 1. júlí til 31. desember.

Gjaldtakan er byggð á 2. grein laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, ásamt síðari breytingum með lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2023 og lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2024.

Gjald 2025:

  • 45,03 kr á hvert kíló slátraðs lax

  • 22,52 kr á hvert kíló slátrað regnbogasilungs