10. október 2024
10. október 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gjald fyrir endurnýjun dvalarleyfa fyrir flóttafólk
Frá og með 1. nóvember næstkomandi

Umsækjendur um endurnýjun dvalarleyfis fyrir flóttafólk þurfa að greiða 16.000 krónur í afgreiðslugjald frá og með 1. nóvember næstkomandi.
Gjaldið er það sama og fyrir umsóknir um endurnýjun annarra dvalarleyfa og er ákvarðað í lögum um aukatekjur ríkissjóðs.