19. desember 2023
19. desember 2023
Gjafir kvenfélaga Rangárvallasýslu til heilsugæslu Rangárþings
Höfðinglegar gjöfir
Heilsugæslunni í Rangárþingi bárust höfðinglegar gjafir á dögunum frá kvenfélögum í Rangárvallassýslu. Gjafirnar sem um ræðir eru Medela brjóstadæla að verðmæti 338.040 kr og gulumælir fyrir nýbura að verðmæti 1.365.091.
Tækin koma að góðum notum en þau munu létta nýbökuðum foreldrum lífið þegar á þarf að halda og geta m.a. fækkað blóðprufum nýbura og ferðum á Selfoss ef grunur er um nýburagulu.
Það voru öll kvenfélög Rangárvallasýslu sem tóku þátt í gjöfinni: Kvenfélagið Bergþóra V-Landeyjum, Eining Hvolhreppi, Eining Holtum, Eygló V-Eyjafjöllum, Fjallkonan A-Eyjafjöllum, Framtíðin Ásahreppi, Freyja A-Landeyjum, Hallgerður Fljótshlíð, Lóa Landssveit, Sigurvon Þykkvabæ og Unnur Rangárvöllum.
Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug og stuðning sem gjöfinni fylgir og heilsugæslan þakkar kvefnfélögum Rangárvallasýslu kærlega fyrir gjöfina
Á myndinni eru fulltrúar kvefnfélaganna ásamt heilbrigðisstarfsfólki sem tók á móti gjöfunum.