Fara beint í efnið

25. maí 2023

Gjafir frá velunnurum til HSU

HSU fær gjafir frá velunnurum sínum

takk

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fékk þann 7. mars, sérlega ánægjulega heimsókn frá heiðurshjónunum Sólveigu Sigurðardóttur og Jóhannesi Kristjánssyni frá Höfðabrekku í Mýrdal.  Þau gáfu í gjafa- og tækjasjóð stofnunarinnar 1.000.000 krónur og tók Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir á móti gjöfinni. 

Í lok síðasta árs og á þessu ári gaf Kvenfélagið Líkn til heilsugæslunnar Vestmannaeyjum eyrnaskoðunartæki, baðstól og lífsmarkamæli.  Davíð Egilsson yfirlæknir heilsugæslunnar og Guðný Bogadóttir hjúkrunarstjóri veittu gjöfunum viðtöku.  Kvenfélagið Líkn hefur stutt ötullega við bakið á stofnuninni í Vestmanneyjum í gegnum tíðina og er einn af sterkari bjakhjörlum HSU.

 

Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka.  HSU þakkar innilega fyrir gjafirnar og óskar þessum aðilum öllum velfarnaðar.


Kvenfélagið Líkn gefur


Sólveig og Jóhannes gefa til HSU