Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. maí 2025

Gjafir frá velunnurum stofnunarinnar

Frétt

Nýverið tók bráðamóttaka HSU á móti veglegum gjöfum frá velunnurum stofnunarinnar.

Oddfellow konur í Halldórustúku færðu bráðamóttökunni rausnarlega gjöf fyrir deildina. Gáfu þær fjóra hnakkstóla á hjólum að andvirði 500.000 krónur sem koma til með að nýtast vel í starfssemi bráðamóttökunnar. Stólarnir eru léttir og liprir sem bætir starfsumhverfi starfsfólksins til muna. Við þökkum þeim kærlega fyrir styrkinn.  

Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri bráðamóttökunnar tekur við gjöfinni

Oddfellowkonur í Halldórustúku.

Lionsklúbburinn Dynkur færði bráðamóttöku HSU gjafir að verðmæti 555.000 kr. Gáfu þeir hjálpartækið Sara Stedy að andvirði 276.000 sem mun hjálpa mikið til við umönnun sjúklinga á deildinni, en ekkert hjálpartæki var til staðar á deildinni líkt og þetta. Tækið gagnast helst fyrir einstaklinga sem geta staðið en eiga erfitt með gang. Lionsklúbburinn Dinkur gaf einnig nýjan blóðtökuvagn að andvirði 279.000. Nýji blóðtökuvagninn er frábær viðbót á deildina og mun bæta vinnuaðstöðu hjúkrunarfræðinga í nálauppsetningum og blóðtökum til muna. Við þökkum þeim kærlega fyrir styrkinn.  

Kolbrún Gunnarsdóttir, deildarstjóri bráðamóttökunnar tekur við gjöfinni.

Hér sést einn af meðlimum Lionsklúbbsins prófa tækið

Nýr blóðtökuvagn

Þessi félagasamtök leggja mikið á sig við að afla fjármagns til allra þessara gjafa sem allar eru kærkomin viðbót við tækjabúnað stofnunarinnar sem bætir aðbúnað og öryggi sjúklinga og starfsfólks. Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka. HSU þakkar innilega fyrir gjafirnar og óskar öllum þessum félagasamtökum velfarnaðar í sínum óeigingjörnu störfum.