Fara beint í efnið

12. desember 2023

Gjafir frá Rebekkustúkunni Ásgerði

Fyrir helgina tók framkvæmdastjórn HVE á móti 15 konum úr Rebekkustúkunni nr. 5 Ásgerði I.O.O.F. til að þakka fyrir Connex lífsmarkamæli sem heilsugæslunni á Akranesi var færð á árinu.

75F63BF0-0BEE-4925-BF53-E02B7BEB71E3

Forstjóri þakkaði þeim þessa höfðinglegu gjöf og sagði auk þess stuttlega frá góðum gjöfum sem stúkan hefur fært HVE á Akranesi síðustu 10 árin. Hulda Gestsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar tók síðan við og sagði frá lífsmarkamælinum og mikilvægi hans fyrir starfsemina á heilsugæslunni. Boðið var upp á veitingar og að lokum var farið um húsið og hópnum sýnd handlækninga- og kvennadeildin.