Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. júní 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gistihúsi lokað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði gistihúsi í miðborginni í morgun. Tilskilin leyfi fyrir rekstrinum voru ekki til staðar og því var gripið til þessa úrræðis. Umræddu gistihúsi hefur áður verið lokað og þá af sömu ástæðum. Aðgerðir lögreglu í morgun eru hluti af reglubundnu eftirliti hennar með leyfaskyldri starfsemi.