Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

7. október 2025

Gervigreind og öryggi persónuupplýsinga í brennidepli á málþingi Persónuverndar

Persónuvernd hélt málþing 25. september síðastliðinn, sem sérstaklega var ætlað persónuverndarfulltrúum, þar sem fjallað var um tækifæri og áskoranir gervigreindar í ljósi persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga.

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, flutti opnunarávarp og lagði áherslu á mikilvægi fræðslu, gagnsæis og ábyrgðar við innleiðingu gervigreindarlausna.

Tveir erlendir sérfræðingar fluttu erindi á málþinginu. Isabel Barberá kynnti áhættumatstólið PLOT4AI og Giovanni Maria Riccio fjallaði um framkvæmd á mati á áhrifum á persónuvernd. Þá flutti Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri Eftirlitssviðs hjá Persónuvernd, erindi um meðferð á öryggisbrestum hjá stofnuninni.

Málþingið var vel sótt og skapaði vettvang fyrir faglegt samtal um ábyrga notkun gervigreindar, mikilvægi áhættumats og skýrar verklagsreglur í stafrænu umhverfi framtíðarinnar.

Hér má horfa á upptöku málþings Persónuverndar - Verkfærakista persónufulltrúans. Upptökur verða aðgengilegar til 30. nóvember 2025.

Afrit af glærum fyrirlesara má finna hér að neðan.