11. maí 2017
11. maí 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar
Nú er unnið við mislæg vegamót Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og Krýsuvíkurvegar. Af þeim sökum hefur umferð verið færð yfir á tímabundna hjáleið framhjá afmörkuðu framkvæmdasvæði á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg. Leyfður umferðarhraði á vinnusvæðinu er 50 km/klst. Vegna sprenginga þarf að stöðva umferð um vinnusvæðið á Reykjanesbraut í skamman tíma, allt að þrisvar sinnum á dag. Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða merkingar við vinnusvæðið.