Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. júlí 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gatnamót Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar

Hamrahlíð verður lokað við Kringlumýrarbraut fimmtudaginn 12. júlí kl. 14 og mun lokunin standa í u.þ.b. hálfan mánuð. Ástæða þess er endurnýjun á aðalæð vatnsveitu Veitna, en nú er komið að því að leggja lögnina undir Hamrahlíð. Framkvæmdirnar raska einnig akstri á leið 13 hjá Strætó og nokkrar biðstöðvar verða óvirkar. Vatnslögnin er lögð frá dælustöð við Stigahlíð, meðfram Kringlumýrarbraut að Bústaðavegi.