1. september 2021
1. september 2021
Gat á sjókví í Arnarfirði
Fiskistofa fékk tilkynningu um það á sunnudagskvöld, 29. ágúst, að gat hefði fundist á kví Arnarlax við Haganes í Arnarfirði.
Fiskistofa fékk tilkynningu um það á sunnudagskvöld, 29. ágúst, að gat hefði fundist á kví Arnarlax við Haganes í Arnarfirði.
Viðbragðsáætlun Arnarlax var virkjuð og fjögur net lögð við umrædda kví þá um kvöldið. Fiskistofa sendi eftirlitsmann á vettvang á mánudag sem fylgdist með þegar vitjað var um netin. Í netin komu 2 laxfiskar sem að öllum líkindum eru sjóbirtingar.
Net voru aftur lögð og þeirra vitjað í gær þriðjudag, 30. ágúst, og fylgdist eftirlitsmaður Fiskistofu með þegar þeirra var vitjað. Þá veiddist í net einn lax sem reyndist vera mun stærri en þeir sem er að finna í kvínni. Ákveðið var að hætta veiðiaðgerðum. Fiskar sem veiddust verða sendir Hafrannsóknastofnun til skoðunar. Málinu er þar með lokið af hálfu Fiskistofu.