15. ágúst 2015
15. ágúst 2015
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gamalt efni til sprengiefnagerðar fannst á sveitabæ.
Síðastliðið föstudagskvöld höfðu ábúendur á sveitabæ í dreifbýli Selfoss samband við lögreglu vegna gamals sprengiefnis sem fannst við tiltekt í kjallara á bænum.
Sprengjusérfræðingar úr sérsveit ríkislögreglustjóra voru sendir að bænum og tóku þeir efnið í sína vörslu. Efninu, sem líklegast var mjög gamalt efni til sprengiefnagerðar, var eytt af sprengjusérfræðingum á öruggum stað.
Lögreglan brýnir fyrir almenningi að efni til sprengiefnagerðar geta ein og sér verið hættuleg og er fólki ráðlagt að hafa samband við lögreglu telja það sig hafa fundið slíkt.