8. september 2023
8. september 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gaf málverk til Móbergs
Nýverið barst Móbergi málverkagjöf frá Sunnu Sturludóttur og veittu Margrét Andersdóttir og Indíana dóttir hennar því viðtöku.

Málverkið var í eigu foreldra Sunnu og henni langaði að leyfa öðrum að njóta þess á Móbergi, enda myndefnið þekkt kennileiti og kunnulegt flestum.
Málverkið er af Snæfellsjökli og er málað af finnsku listakonunni Oely Elínu Sandström, en hún bjó á Íslandi í tæp 20 ár og málaði íslenska náttúru. Verkið málaði hún á árunum milli 1960-1970 og er 1,10x66cm að stærð.
Sendum Sunnu hjartans þakkir fyrir gjöfina.