Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. desember 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhaldskröfu hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri og hefur hann því verið látinn laus. Niðurstaðan hefur verið kærð til Landsréttar.

Lögreglan lagði kröfuna fram á laugardag en dómari tók sér frest til hádegis í dag til að taka afstöðu til málsins. Krafan var lögð fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að varna því að sakborningur haldi áfram brotum meðan málum hans er ekki lokið.