Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. nóvember 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhald vegna innflutnings á fíkniefnum

Sambýlisfólk, karlmaður á fimmtugsaldri og kona á þrítugsaldri hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 2. desember að kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um aðild að innflutningi á fíkniefnum til landsins. Ætluð fíkniefni, tæpt hálft kíló af kókaíni og rúmlega 300 grömm af amfetamíni fundust á heimili þeirra í Grafarvogi í síðustu viku. Efnin voru vel falin og voru það fíkniefnahundar tollgæslunar sem áttu veg og vanda að fíkniefnafundinum. Skýrslutökur hafa staðið yfir í málinu undanfarna daga og hefur verið gerð önnur húsleit þar sem meiri fíkniefni fundust. Málið er á frumstigi.