Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. apríl 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhald staðfest

Vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi á meintu manndrápi þann 20. apríl síðastliðinn í uppsveitum Árnessýslu voru tveir karlmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðastliðinn sunnudag.

Báðir karlmennirnir kærðu úrskurð Héraðsdóms Suðurlands til Landsréttar. Landsréttur hefur nú úrskurðað í málum beggja og staðfest áður uppkveðna úrskurði dómara við Héraðsdóm Suðurlands um að þeir skyldu sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 30. apríl næstkomandi klukkan 16:00.

Báðir karlmennirnir voru úrskurðaðir á grundvelli rannsóknarhagsmuna og sæta einangrun.

Áfram er unnið að rannsókn málsins og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til.