14. janúar 2010
14. janúar 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gæsluvarðhald í fíkniefnamáli
Tveir karlmenn um fertugt voru í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. janúar vegna gruns um aðild að innflutningi á ætluðum fíkniefnum til landsins. Efnin voru flutt með vöruflutningaskipi þar sem annar mannanna starfaði. Málið hefur verið unnið í góðri samvinnu við tollyfirvöld auk aðkomu sérsveitar ríkislögreglustjóra en vegna rannsóknarinnar voru gerðar tvær húsleitir á höfuðborgarsvæðinu í gær.