Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. maí 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhald framlengt til 19. maí nk.

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurð nú fyrir stundu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni til 19. maí nk. í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu frá 27. apríl sl.

Beinist rannsókn lögreglu nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Rannsókn málsins er enn á viðkvæmu stigi og meðal annars beðið gagna erlendis frá. Sem fyrr mun lögregla setja út tilkynningar hér á vefnum þegar tilefni er til.