4. mars 2016
4. mars 2016
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gæsluvarðhald framlengt í mansalsmáli í Vík.
Gæsluvarðhald sakbornings í mansalsmáli í Vík í Mýrdal rann út í dag. Héraðsdómur Suðurlands féllst á, fyrir stundu, kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um framlengingu gæslavarðhalds um fjórar vikur. Rannsókn málsins er mjög umfangsmikil, mann- og tímfrek. Henni miðar vel en þó eru enn margir lausir endar og ógjörningur á þessu stigi að segja til um lok rannsóknarinnar.