Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. apríl 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhald framlengt

Í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á meintu manndrápi, er mun hafa átt sér stað þann 20. apríl síðastliðinn í uppsveitum Árnessýslu, hafa tveir karlmenn nú sætt gæsluvarðhaldi frá 21. apríl sl.

Héraðsdómur Suðurlands kvað upp úrskurði nú fyrir stundu um að þeir skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 10. maí nk. og einangrun á meðan á því stendur.

Rannsókn málsins miðar ágætlega og sem fyrr verða tilkynningar frá lögreglu vegna málsins settar út hér á vefinn þegar tilefni er til.