Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. júní 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gæsluvarðhald

Að kröfu lögreglunnar í Reykjavík hefur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað þrjá menn í áframhaldandi gæsluvarðhald í allt að sex vikur (14.júlí 2006) eða þar til dómur gengur í máli þeirra. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna rannsóknar á fíkniefnamáli sem upp kom þegar mikið magn fíkniefna fannst í bifreið sem flutt hafði verið til landsins. Þeir hafa allir kært úrskurðinn til Hæstaréttar Íslands.

Þá hafnaði Heráðsdómur kröfu lögreglunnar um framlengingu á gæsluvarðhaldi fjórða mannsins sem verið hefur í haldi. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.