Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. febrúar 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Gabb

Um hálfsjöleytið í kvöld hélt lögreglan að húsi í vesturbæ Reykjavíkur eftir að tilkynning barst um að innandyra væri karlmaður, sem hefði verið skotinn og væri með áverka. Mikill viðbúnaður var vegna málsins enda tilkynningin mjög alvarleg og héldu lögreglumenn þegar á staðinn, auk þess sem sérsveit ríkislögreglustjóra var strax kölluð til. Á vettvangi var hins vegar engan slasaðan mann að finna, en svo fór að tilkynnandi var handtekinn og færður á lögreglustöð. Talið er að um gabb hafi verið að ræða.