Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. september 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fyrstu verðlaun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalinn unnu Media Management verðlaunin, sem fjallað var um hér á síðunni sl. sunnudag. Það var sameiginlegt verkefni stofnananna, þar sem notast var við Digital Asset Management lausn, sem færði þeim verðlaunin, en verkefnið sneri að vörslu og dreifingu viðkvæmra gagna þar sem þarf bæði að tryggja öryggi þeirra og aðgengi skilgreindra notenda með skilvísum og fljótlegum hætti. Viðkvæmu gögnin sem vísað er til eru myndir sendar frá Neyðarmóttökunni til tæknideildar lögreglu, auk mynda sem tæknideild sendir réttarmeinafræðingum spítalans og öfugt. Öll varsla þessara mynda er nú með miklu öruggari hætti en áður, auk þess sem verkefnið leiðir líka til tímasparnaðar og hagræðingar.Það var Þekking, samstarfsaðili FotoWare á Íslandi, sem vann að verkefninu með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Landspítalanum. Meðfylgjandi er mynd af hópnum sem vann að verkefninu og verðlaunagripnum.