Fara beint í efnið

5. febrúar 2021

Fyrsta rafræna aflýsingin

Stórt skref í átt að rafrænum þinglýsingum átti sér stað í gær þegar að fyrsta rafræna aflýsingin á íbúðarláni fór í gegn hjá Arion banka og Íslandsbanki fylgir fast á eftir þeim. En hvaða þýðingu hefur þetta? Og hvað eru aflýsingar?

Að flytja

Aflýsing á sér stað t.d. í hvert sinn sem einstaklingur eða lögaðili greiðir upp  lán sem hvílir sem veð á eign t.a.m. fasteign eða bíl og nefnist veðskuldabréf. Fæstir átta sig þó á þessu ferli þar sem þetta er eitt af mörgum ferlum sem fylgja lántöku, endurfjármögnun og kaupferli eigna og fellur þann skjalabunka. Aflýsingar er ferli sem einstaklingar eiga ekki beina aðkomu að þar sem ferlið gerist í kjölfar annarra aðgerða.

Til að gefa einhverja mynd af því hversu stórt skref og mikið hagræði skapast af rafrænum
þinglýsingum þá eru aflýsingar hjá Sýslumönnum um 40% þeirra skjala sem eru skráð í þinglýsingakerfi Sýslumanna á hverju ári. Með þessu er því verið að stytta biðtíma eftir skjölum og spara  handtök, ekki bara hjá sýslumönnum heldur einnig hjá aðilum eins fjármálafyrirtækjum til að nefna einhver dæmi.

Rafrænum aflýsingum mun fjölga hratt næstu misseri og verður áhugavert að fylgjast með því hvernig hlutfall rafrænna aflýsinga mun aukast á kostnað pappírs aflýsinga samhliða þeirri vinnu að koma þinglýsingum á rafrænt form.

Með rafrænum aflýsingum og loks þinglýsingum ætti almenningur að hljóta hraðari þjónustu og yrðu ferðir þeirra færri á milli stofnana. Rafrænar þinglýsingar verða komnar í gagnið síðar á þessu ári.