Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

28. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fyrirmyndarakstur á Gunnarsbraut í Reykjavík

Nær allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Gunnarsbraut í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gunnarsbraut í norðurátt, við Hrefnugötu. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 25 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu, ekið á löglegum hraða en þarna er 30 km hámarkshraði. Hinn brotlegi mældist á 41 km hraða.

Vöktun lögreglunnar á Gunnarsbraut er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað.