Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. nóvember 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fundur Norrænna sérsveita

Yfirmenn sérsveita Norðurlandanna funduðu hjá ríkislögreglustjóra í gær. Á fundinum var rætt um samstarf sérsveitanna og sameiginleg málefni. Þá voru rædd viðbrögð á Norðurlöndum með tilliti til voðaverka norska hryðjuverkamannsins Anders Breiviks. Lögð var áhersla á getu sérsveita til að bregðast við slíkum atburðum og mikilvægi þess að Norðurlöndin skiptist á upplýsingum um undirbúning og viðbrögð.

Á myndinni eru yfirmenn sérsveitanna ásamt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.