Fara beint í efnið

30. janúar 2023

Fundur landskjörstjórnar í nýju húsnæði og kynning á kosningahermi

Landskjörstjórn fundaði og kosningahermir kynntur

Landskjörstjórn

Landskjörstjórn kom saman til fundar í síðustu viku í nýju húsnæði að Tjarnargötu 4. Í tilefni þess að þetta var fyrsti fundurinn í nýja húsnæðinu voru bakaðar vöfflur og boðið upp á kaffi.

Á föstudag kynntu þeir Þorkell Helgason og Kristján Jónasson síðan kosningahermi fyrir landskjörstjórn og starfsmönnum hennar. Kosningahermirinn er hugbúnaður sem gerir notendum kleift að prófa hugmyndir um kjördæmaskipan og kosningakerfi og má skoða betur á vefsíðu verkefnisins. Landskjörstjórn þakkar þeim kærlega fyrir áhugaverða kynningu og metnaðarfullt verkefni.

Þorkell og Kristján

Á efri myndinni má sjá landskjörstjórn ásamt Ástríði framkvæmdastjróra.
Á neðri myndinni er Þorkell til vinstri og Kristján til hægri.