Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. nóvember 2018

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fundaröð Persónuverndar hófst á Akureyri

Persónuvernd stóð fyrir fundi um nýja persónuverndarlöggjöf í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri 31. október.

Þann 31. október hófst hringferð Persónuverndar um landið til að kynna nýja löggjöf um persónuvernd. Var fyrsti fundurinn haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Erindi fluttu Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd, og Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd.

Kynningarherferð Persónuverndar heldur áfram næstu vikur en næstu fundir verða haldnir á Egilsstöðum mánudaginn 5. nóvember og í Vestmannaeyjum 7. nóvember nk. Allar upplýsingar um dagskrá fundaraðarinnar má nálgast hér.

Hér eru nokkrar myndir frá fundinum.