27. mars 2012
27. mars 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Fullur á hestbaki
Karl á þrítugsaldri féll af hestbaki á höfuðborgarsvæðinu um helgina og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað frekar um meiðsli hans né heldur um tildrög óhappsins. Þó má ætla að ástandi mannsins, sem var dauðadrukkinn, hafi e.t.v. verið um að kenna. Hestamaðurinn var mjög viðskotaillur þegar átti að koma honum til hjálpar og þurfti að beita valdi til að koma knapanum á slysadeild. Hesturinn virðist hins vegar hafa sloppið með skrekkinn og var hann færður aftur í hesthúsið.
Þess má geta að hver sá sem stjórnar eða reynir að stjórna hesti undir áhrifum áfengis eða annarra örvandi eða deyfandi efna á yfir höfði sér 5.000 kr. sekt.