Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. desember 2025

Fulltrúar Sahlgrenska í heimsókn hjá Sjúkratryggingum

Fulltrúar frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð heimsóttu Sjúkratryggingar til að fara yfir núverandu og möguleg tækifæri í auknu samstarfi.

Fulltrúar frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Svíþjóð heimsóttu Sjúkratryggingar þar sem farið var yfir samstarfið og möguleg tækifæri í auknu samstarfi. Á fundinum kynntu Sjúkratryggingar helstu breytingar í starfsemi stofnunarinnar og rædd voru sérstaklega þau sérhæfðu meðferðarúrræði sem Íslendingar sækja til Svíþjóðar. Farið var yfir nýjungar í þjónustu Sahlgrenska sjúkrahússins og hvernig það hefur nýst í samstarfi milli landanna. Þá var einnig rætt um framhald samnings milli aðila og mögulega nýja þætti í samstarfsinu. Farið var yfir þróun í stafrænum lausnum og þau tækifæri sem felast í tækniþróun sem bæði bætir þjónustu og styrkir samvinnu til framtíðar.