Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

27. janúar 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fulltrúar kennslanefndar ríkislögreglustjóra í Taílandi

Þrír fulltrúar kennslanefndar ríkislögreglustjóra, sem hafa verið við störf á Phuket eyju í Taílandi, eru væntanlegir heim um næstu mánaðarmót. Þau Bjarni J. Bogason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sigríður Rósa Víðisdóttir, tannlæknir og Svend Richter, lektor tannlæknadeildar Háskóla Íslands, vinna í hópi með um 50 fulltrúum kennslanefnda frá hinum Norðurlöndunum við að auðkenna lík þeirra sem fórust í náttúruhamförunum á annan dag jóla.

Samkvæmt upplýsingum þeirra er nú verið að reisa sérstakar vinnubúðir sem minna helst á vörugáma, en innréttingar verða samkvæmt þörfum sérfræðinga nefndanna. Þessi aðstaða mun breyta miklu fyrir þeirra störf og bæta allt skipulag til muna.

Myndir sem hér birtast eru frá þeim Bjarna, Sigríði Rósu og Svend.

Unnið er að því að reisa vinnubúðir fyrir sérfræðinga kennslanefnda

Sigríður Rósa, Svend og Lis Andersen Torpet, réttartannlæknir dönsku kennslanefndarinnar.

Upplýsingar um horfna menn eru bornar saman við upplýsingar sem safnað er við líkskoðun

Um 50 sérfræðingar frá Norðurlöndunum vinna að því að bera kennsl á lík þeirra sem fórust