18. mars 2024
18. mars 2024
Fulltrúar frá SAk tóku þátt í Námsstefnu um aðgerðarmál
9. og 10. mars fór fram námsstefna um aðgerðarmál á Húsavík.
Á námsstefnunni hittust viðbragðaðilar á Norðurlandi eystra sem koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæminu frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.
Fyrir hönd Sjúkrahússins á Akureyri mættu Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs og Ingimar Eydal skólastjóri sjúkraflutningaskólans en þau eru fulltrúar SAk í aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi eystra.
Haldnir voru ýmsir fyrirlestrar sem varða m.a. náttúruvá í umdæminu, tæknimál varðandi dróna og streymi, nýjar áherslur hjá Ferðamálastofu varðandi öryggismál hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Einnig var fyrirlestur er varðar þá stöðu þegar viðbragðsaðilar lenda sjálfir í slysum við störf sín svo eitthvað sé nefnt. „Mikilvægt er að starfsfólk SAk hafi í huga mikilvægi sjúkrahússins í skipulagi Almannavarna, bæði gagnvart þeim atburðum sem geta átt sér stað á nærsvæðinu en ekki síður vegna hlutverk SAk sem varasjúkrahús alls landsins. SAk þarf að vera í stakk búið til þess að taka við sjúklingum úr hópslysum eða öðrum atburðum hvaðan sem er af landinu. Þá þarf að huga að starfseminni öðruvísi en dags daglega og því mikilvægt að innviðir hugi að því hvernig hægt er að mæta slíkum áskorunum,“ segir Ingimar Eydal.[KÁ1] [IS2] [KÁ3]
„Almenn ánægja er meðal þátttakenda um fræðslu og samráðsvettvang sem þennan sem eflir og tengir allar viðbragðseiningar enn betur saman þegar síðan reynir á í aðgerðum og samstarfi,“ kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.