Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. janúar 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Friðsöm mótmæli

Sú ánægjulega þróun varð á mótmælum gærdagsins að þau fóru friðsamlega fram. Mun færri voru við Alþingishúsið en áður og nokkrir mótmælenda tóku sig til og færðu lögreglumönnum blóm. Þess má jafnframt geta að lögreglunni hafa borist margar góðar kveðjur undanfarið. Fjöldi fólks hefur hringt eða sent tölvupóst og bæði þakkað og hrósað lögreglunni fyrir vel unnin störf.