Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. október 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttir úr umferðinni

Fjörutíu og sjö ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík í gær. Í þeim hópi er kona á þrítugsaldri en hún á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Bíll konunnar mældist á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu.

Tíu ökumenn voru stöðvaðir fyrir nota ekki bílbelti og sex töluðu í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Þá voru fjórir ökumenn teknir fyrir að aka gegn rauðu ljósi. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og einn fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Í gær bárust lögreglunni í Reykjavík fjórtán tilkynningar um umferðaróhöpp en í einu tilfelli var um afstungu að ræða. Vitað var um slys á fólki í einu tilviki en það var minniháttar.