Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. nóvember 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttatilkynning vegna bruna í Vestmannaeyjum.

Við rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á bruna í Tangahúsinu sem tilkynntur var til lögreglu um miðjan dag í gær kom í ljós að nokkur ungmenni undir 15 ára aldri höfðu verið inni í húsinu að fikta með eld.

Höfðu einhver þeirra verið að reykja vindlinga þarna inni og verið að leika sér við að kveikja í pappa sem var á gólfi á efri hæð hússins. Töldu þau sig hafa slökkt í pappanum. Telur lögreglan sterkar líkur á að glóð hafi verið í pappanum þegar þau síðan yfirgáfu húsið sem olli því að eldur blossaði upp.

Málið er enn í rannsókn.