Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. janúar 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum

Vinna liggur að mestu leyti niðri í Grindavík í augnablikinu. Töluverður snjór er í bænum og er unnið að því að hreinsa götur bæjarins. Þegar því líkur hefst vinna að nýju við að koma vatni og rafmagni á húsin í bænum. Önnur verðmætabjörgun er ekki í gangi og verður ekki fyrr en að kvarði á hættumatskorti Veðurstofu fer niður í töluverða hættu. Sjá meðfylgjandi kort.

Unnið er að kortlagningu á sprungum í og við Grindavík.

Í Grindavík er talin vera mjög mikil hætta á jarðskjálftum, sprungum, hraunflæði, sprunguhreyfingum, gosopnun án fyrirvara og hættulegri gasmengun.

Meðfylgjandi hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út í gær kl. 15 og gildir til 19. janúar 2024, kl. 15 að öllu óbreyttu.