Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. ágúst 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Austurlandi

Mennirnir tveir, sem handteknir voru við komu Norrænu til Seyðisfjarðar 1. ágúst sl., grunaðir um að hafa flutt verulegt magn af fíkniefnum til landsins, voru í dag úrskurðarðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í 4 vikna áframhaldandi gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjórans á Austurlandi.

Rannsókn málsins, sem er mjög viðamikil, miðar vel. Málið hefur verið unnið í samstarfi við tollgæsluna og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu svo og við erlend lögreglulið.

Ekki er hægt að gefa frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.