Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. apríl 2025

Fréttatilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum og Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði, Háskóla Íslands

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn sakamáls sem varðar haldlagningu Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli á um 20.000 töflum sem eru látnar líta út eins og Oxycontin 80 mg töflur.

Auk þess eru umbúðirnar merktar sem slíkar. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að um er að ræða töflur sem innihalda svokallað „nitazene“ og eru framleiddar á ólöglegum markaði.

Töflurnar voru í álþynnum merktar lyfjafyrirtækinu Mundipharma A/S og ættu samkvæmt merkingum að innihalda oxýkódon.