28. maí 2024
28. maí 2024
Framúrskarandi starfsfólk SAk fékk hvatningarverðlaun
Fimm flokkar með vísan í gildi SAk.
Frá vinstri: Erla Björnsdóttir, Karl Ólafur Hinriksson, Barbara Hjálmarsdóttir, Stefán Helgi Garðarsson, Birgitta Níelsdóttir, Rut Guðbrandsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir.
Á ársfundi SAk sem fram fór föstudaginn 24. maí voru hvatningarverðlaun SAk í fyrsta skipti veitt í fimm flokkum þar sem starfsfólkið tilnefndi handhafa hvatningarverðlauna. Flokkarnir fimm eru öryggi, samvinna, framsækni, fagmennska og vinnustaðurinn okkar. Flokkarnir eru í takt við gildi og stefnu SAk. Handhafar hvatningarverðlauna SAk 2024 eru:
Fyrir flokkinn öryggi - Við tryggjum öryggi sjúklinga og starfsfólks.
Hvatningarverðlaun í þessum flokki fer til starfsfólks sem er framúrskarandi í öryggismálum og gæðastarfi.
Rut Guðbrandsdóttir sýkingarvarnastjóri.
Birgitta Níelsdóttir ljósmóðir.
Eftirfarandi voru einnig tilnefnd: Helgi Haraldsson, Jóna Valdís Ólafsdóttir og Stefán Helgi Garðarsson.
Samvinna - Við vinnum sem eitt teymi, innan deildar, stjórnendur og starfsfólk SAk.
Í þessum flokki er veitt viðurðkenning til starfsfólks sem sýnir framúrskarandi árangur í teymisvinnu. Sérstaklega er horft til framkomu, skipulags og upplýsingagjafar.
Stefán Helgi Garðarsson teymisstjóri tæknideildar.
Eftirfarandi voru einnig tilnefnd: Áslaug Felixdóttir, Hafrún Lilja Halldórsdóttir, Hilda Hólm Árnadóttir og Karl Ólafur Hinriksson.
Framsækni (þróun) - Við vinnum að stöðugum umbótum og nýtum gagnreynda þekkingu og viðeigandi tækni.
Hvatningarverðlaun fyrir framsækni (þróun) er veitt starfsfólki sem hefur stuðlað að framþróun á sjúkrahúsinu. Þetta getur meðal annars náð til þess að innleiða nýja þekkingu, stuðla að nýrri eða breyttri notkun á tækni eða ýta undir rannsóknir sem eru til þess fallnar að bæta meðferð og þjónustu við sjúklinga.
Barbara Arna Hjálmarsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur.
Eftirfarandi voru einnig tilnefnd: Bjarki Sigurður Karlsson, Elvar Örn Birgisson, Friðbjörn Sigurðsson og stjórnendur á Kristnesi.
Fagmennska (fagleg) - Við höfum fagmennsku að leiðarljósi í öllum okkar störfum.
Með hvatningarverðlaunum fyrir fagmennsku er meðal annars horft til starfsfólks sem leggur sig sérstaklega fram um fagleg vinnubrögð, hvort sem er í klínísku starfi eða öðrum störfum innan sjúkrahússins.
Barbara Arna Hjálmarsdóttir heilbrigðisgagnafræðingur.
Eftirfarandi voru einnig tilnefnd: Brynja Dröfn Tryggvadóttir, Emilía Fönn Andradóttir, Eygló Brynja Björnsdóttir, Hafdís Sif Hafþórsdóttir, Ingunn Högnadóttir, Jón G. Knudsen, Ólafur Ingimarsson, Rut Guðbrandsdóttir og Stefán Helgi Garðarsson.
Vinnustaðurinn okkar - Að halda starfsemi SAk gangandi kallar á óteljandi handtök og starfsfólk SAk er vant að takast á við álag og kröfur í starfi.
Við þekkjum það líka öll að andspænis öllum daglegu, árstíðabundnu og óvæntum áskorununum er ómetanlegt að eiga góða vinnufélaga.
Þessi hvatningarverðlaun fara til starfsfólks sem gerir vinnudaginn betri, efla vinnustaðamenninguna og hjálpa okkur við að halda þessu öllu gangandi þegar á móti blæs.
Karl Ólafur Hinriksson teymisstjóri húsumsjón.
Eftirfarandi voru einnig tilnefnd: Eygló Brynja Björnsdóttir, Guðjón Kristjánsson, Hanna Guðrún Magnúsdóttir, Hilda Hólm Árnadóttir, Jenný Karlsdóttir, Jónas Reynisson, Kristjana Kristjánsdóttir, Miðlæg aðstoð, starfsfólk Kristnesspítala, starfsfólk lyflækningadeildar, Þóra Björg Stefánsdóttir og Þórdís Rósa Sigurðardóttir.
Starfsfólkið fékk rós og gjafabréf sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf.
„Við erum afar stolt af starfsfólki SAk og það er virkilega gaman að sjá breiddina í fjölda tilnefninga í öllum flokkum,“ sagði Kristjana Kristjánsdóttir, deildarstjóri mannauðsdeildar.
Hvatningarverðlaunin fara til starfsfólks sem gerir vinnudaginn betri, eflir vinnustaðamenninguna og hjálpar til að halda þessu öllu gangandi þegar á móti blæs.
„Það er von okkar að með hvatningarverðlaununum getum við enn betur hampað okkar góða fólki og vakið athygli á því frábæra starfi sem fram fer innan SAk,“ segir Kristjana að lokum.