8. október 2009
8. október 2009
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framúrakstur á vegöxl
Ökumaður var stöðvaður á Breiðholtsbrautinni síðdegis í gær eftir að til hans sást við framúrakstur þar sem vegöxl var notuð til að flýta för. Um var að ræða konu á þrítugsaldri en í samtali við lögreglu taldi hún ekkert athugavert við aksturslagið. Hún reyndi ennfremur að gefa upp rangt nafn og kennitölu en lögreglumennirnir sáu við henni. Við eftirgrennslan kom í ljós að hér var á ferð ökufantur sem hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.