20. febrúar 2023
20. febrúar 2023
Framlenging dvalarleyfa vegna fjöldaflótta
Skilyrði að mæta í myndatöku
Dvalarleyfi sem gefin voru út á grundvelli sameiginlegrar verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu verða framlengd um eitt ár með þeim fyrirvara að handhafar þeirra mæti í myndatöku fyrir nýtt dvalarleyfiskort innan fjögurra vikna áður en núverandi dvalarleyfi rennur út.
Dvalarleyfi einstaklinga sem ekki mæta í myndatöku verða ekki framlengd. Lögheimili einstaklinga sem ekki eru lengur búsettir á Íslandi og mæta því ekki í myndatöku verða skráð úr landi 30 dögum eftir að núgildandi leyfi renna út. Vinsamlegast athugið að dvalarleyfi einstaklinga sem búsettir eru á landinu verða framlengd.
Bóka þarf tíma í myndatöku á Útlendingastofnun | Noona. Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta farið í myndatöku á næstu sýsluskrifstofu.
Til að allir komist tímanlega í myndatöku er mikilvægt að hver og einn bóki ekki tíma fyrr en fjórum vikum áður en núgildandi leyfi rennur út. Ef þú nærð ekki að bóka tíma í myndatöku áður en leyfið þitt rennur út skaltu bóka næsta lausa tíma.
Útlendingastofnun mun senda tímanlega áminningu á þau netföng og símanúmer sem skráð eru hjá stofnuninni. Þér er velkomið að senda tölvupóst á utl@utl.is til að tryggja að stofnunin hafi réttar upplýsingar um netfang þitt og símanúmer.