12. september 2022
12. september 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir við lögreglustöðina
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Rauðarárstíg og í Bríetartúni í Reykjavík. Og í þessari viku teygja þær sig áfram og inn á gatnamót Rauðarárstígs og Hverfisgötu. Af þeirri ástæðu þarf að loka akreininni á Hverfisgötu, sem liggur meðfram lögreglustöðinni og að Snorrabraut.
Þau sem eiga erindi á lögreglustöðina eru beðin velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.