Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. apríl 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Framkvæmdir við gatnamót Laugavegs/Kringlumýrarbraut þann 1.maí

Vegna lagningar á nýrri vatnslögn þvert á Laugaveg upp við Kringlumýrarbraut verður lokað tímabundið fyrir umferð um Laugaveg við gatnamótin. Lokað verður frá kl. 18.00 á föstudaginn 1.maí og umferð beint um hjáleiðir. Opnað verður á ný kl. 7.00 á mánudag, þann 4.maí. Lokunina má sjá á meðfylgjandi korti.

Kringlumýrarbraut verður opin, en ekki verður hægt að beygja inn á Laugaveg. Bílaumferð vestur Suðurlandsbraut þarf einnig að fara um hjáleiðir, en gangandi og hjólandi komast stíginn meðfram Laugavegi.

Strætó mun nota hjáleið um Borgartún og Nóatún. Settar verða upp merkingar á þeim biðstöðvum sem falla út. Við biðjum ökumenn að velja sér hjáleiðir við hæfi, vegna þessarra lokanna.