Fara beint í efnið

31. ágúst 2023

Framkvæmdir við B-inngang

Næsta mánudag, þann 4. september verður farið í jarðvegsframkvæmdir við B-inngang Sjúkrahússins á Akureyri. Hellur og malbik verður fjarlægt, lagnir fyrir heitt og kalt vatn endurnýjaðar og svæðið síðan hellulagt og malbikað.

Framkvæmdarkeila

Vegna þessa verður Eyrarlandsvegurinn lokaður við B-inngang. Gegnumakstur verður ekki mögulegur en bílastæðin verða opin og innganginum verður haldið opnum fyrir gangandi. Búast má við að þeir sem nota hjólastóla eða göngugrindur geti átt erfitt með að komast um svæðið og er þeim bent á að nota frekar inngang D eða C meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að framkvæmdirnar taki um tvær vikur.