28. júní 2019
28. júní 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir í Reykjavík
Í dag er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Hallsvegi við Víkurveg í Grafarvogi. Gatnamótum Hallsvegar og Víkurvegar verður lokað og umferð beint um hjáleiðir. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir fram eftir degi, eða til kl. 16. Vinna við fræsun er líka áformuð í dag á Grensásvegi til norðurs, á milli Bústaðavegar og Heiðargerðis. Ekki er vitað hvenær verklok eru áætluð þar.