26. október 2012
26. október 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir í Reykjavík
Á mánudag og þriðjudag, 29. og 30. október, frá kl. 9-16 eru fyrirhugaðar framkvæmdir á Bústaðavegi við Grímsbæ. Ráðgert er að vinna við lagfæringar á hellulögn í götu og eru ökumenn beðnir um að aka varlega á og við vinnusvæðið. Mánudaginn 29. október frá kl. 9-16 er sömuleiðis áformað að vinna við lagfæringar á Barónsstíg, á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Vegna þessa verður lokað fyrir umferð frá Barónsstíg og upp á Laugaveg, þ.e. frá Hverfisgötu.