29. júlí 2020
29. júlí 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir í kvöld og nótt
Í kvöld er stefnt á að malbika beygjuramp frá Miklubraut niður á Reykjanesbraut. Rampinum verður lokað og verður hjáleið um mislægu gatnamótin sem merkt er á staðnum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 20 til kl. 5 í nótt. Þá er einnig fyrirhugað að malbika gatnamót við Miklubraut og Lönguhlíð. Gatnamótunum verður alveg lokað, hjáleiðir verða merktar á staðnum. Áætlað er að framkvæmdirnar þar standi frá kl. 19 til kl. 3 í nótt.