4. júlí 2024
4. júlí 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir í Ártúnsbrekku
Í kvöld er stefnt á að fræsa og malbika miðakrein til vesturs niður Ártúnsbrekku. Kaflinn er um 1.800 m að lengd og verður þrengt í eina akrein meðfram framkvæmdasvæðinu og hámarkshraði lækkaður. Römpum frá Höfðabakka og Bíldshöfða verður lokað niður í Ártúnsbrekku. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 19 til 6 í nótt.
Ökumenn eru beðnir um að aka varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar.