9. nóvember 2020
9. nóvember 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi og Arnarnesvegi
Á morgun, þriðjudaginn 10. nóvember, frá kl. 9 -16 er stefnt á að fræsa og malbika akrein á Vesturlandsvegi til suðurs, á milli Baugshlíðar og Korpúlfsstaðavegar, og verður akreininni lokað á meðan framkvæmdum stendur. Á morgun kl. 9 er einnig stefnt að malbikun á Arnarnesvegi, frá Fífuhvammsvegi að Rjúpnavegi, og mun vinnan við það standa yfir fram eftir degi.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi á meðan framkvæmdum stendur.